fimmtudagur, júní 10, 2004

Hitabylgja

Síðustu daga er hitinn búinn að vera um og yfir 95 gráður Farenheit (35 á celsius) hérna í Boston. Við Brynja erum svo heppin að vera ekki búin að kaupa okkur loftkælingu og fáum því að svitna ansi vel, sérstaklega á nóttunni. Kosturinn við hitann er hins vegar sá að fólk róast töluvert, en Bostonbúar eiga það til að stressa sig ansi mikið á hlutunum, liggja t.d. ansi vel á bílflautunum. Einnig komst ég í ískynningu í fyrradag þar sem maður borgaði 7 dollara inn í "all you can eat" og var boðið upp á ca. 30 braðtegundir, hver annarri betri. Ég var nú heldur betur í essinu mínu þarna og uppáhaldið mitt var "Lady Fionas Mystical Scoop".

Fótboltaliðið mitt "Euro Club" vann annars 4:0 stórsigur á sunnudaginn og sáu andstæðingarnir aldrei til sólar. Búlgararnir eru að koma ansi vel inn og svo er einn funheitur Hollendingur í framlínunni, sem heitir Dennis.

Brynja skellti sér í saumaklúbb í kvöld og það verður væntanlega ansi skrautlegt. Stelpurnar verða væntanlega föndrandi fram á nótt og ég treysti því að fatakaupakostnaður heimilisins hríðlækki á næstunni.

Afmælisbarn morgundagsins (dagsins að íslenskum tíma) er hún Dagný systir, sem er orðin 15 ára. Til hamingju með afmælið elsku systir!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Lady Fionas Mystical Scoop hljómar vel...

Gaman að heyra eitthvað frá þér annars. Já og ég vil minna á að BJ the DJ á líka afmæli í dag, þetta er greinilega traustur dagur.

Jee...

Annie Thorbjorg.

11:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

"Við Brynja...fáum því að svitna ansi vel, sérstaklega á nóttunni"

Heyrist þið vera bissí þessa dagana. Er Marvin Gaye spilaður undir...lets get it on!

Kv.
Maggi

3:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home