Lola Lopez giftist
Jahérna, haldiði ekki að J.Lo (eða Lola Lopez eins og hún vill láta kalla sig þessa dagana) sé ekki búin að giftast veimiltítunni Marc Anthony! Það eru náttúrulega heilir fimm mánuðir síðan slitnaði upp úr síðustu trúlofun hjá dömunni og hann fékk sinn skilnað á mánudaginn var frá fyrrum ungfrú alheim henni Dayanöru Torres, sem hann á með tvö börn. Já, það má því segja að það hafi alveg verið kominn tími á þau tvö að ganga saman upp að altarinu. Ég er oft að spá hvort vinir hennar séu ekki bara "Here we go again... jeje, hvað ætli þetta endist lengi?"
Annars er það af Ben að frétta að hann eyðir nú öllum sínum stundum í heimsborginni Boston. Ég er búin að vera á netinu að leita að hans hang out stöðum í þeirri von að geta rekist á hann. Besta leiðin er örugglega að fara á Red Sox leik en ég tími ekki 100 dollurum til þess eins að koma auga á BA. Ég er cheap grúppía.
3 Comments:
Já ég er sammála því að það var alveg komin tími á nýtt brúðkaup hjá vinkonu okkar. Ég gef þessu sambandi 7 mánuði. Af hverju 7 mánuði? Af því bara.
Ben er farinn að deita einhverja Boston snót... Sel það ekki dýrar en ég keypti það (en ég reyndar keypti mér People og sá það online hjá þeim, þannig að þið skuldið mér 3$).
Annie Thorbie.
Já, ég var einmitt að sjá það. Hún dró hann víst upp til New Hampshire að hitta fjölskylduna áður en hún gat farið með honum í "romantic weekend getaway". Sel það ekki dýrara en ég keypti.
Las þetta einmitt á People.com en í anda þess að vera cheap groupie þá fer ég í bókabúðina og kíki á lykilorðið á People.com... hef þá aðgang að öllu slúðrinu beint á netinu án þess að borga krónu... haha. Nei annars, ég eyði nógu miklum pening í slúðurblöð á mánuði (In Touch, Us Weekly, People, Star,...) þannig að mér finnst ég ekkert vera að svindla. Svo er ég með nokkra áskrifendur að lykilorðinu heima á Íslandi en People kemur alltaf seinna í búðir þar.
Þetta er semsagt mitt framlag til samfélagslegrar þjónustu.
Skrifa ummæli
<< Home