Troy... an Epic
Við fórum á Troy í gær. Ég verð að segja að ég er alveg sammála mörgum þeim gagnrýnum sem ég hef séð sem segja að það sé sennilega betra að horf á myndina án hljóðs því að samtölin og tónlistin eru algjör hörmung. Hins vegar skemmir það ekki fyrir aðalatriði myndarinnar, og því sem ég kom til að sjá, sem eru vöðvarnir á Brad Pitt og sem aukabónus þá var Eric Bana alveg ótrúlega flottur. Það verður líka að segja að Brad fær ekki margar stjörnur fyrir leik sinn í myndinni því hann var allt of amerískur greyið til að vera sannfærandi Akkiles. Hins vegar gerðist það í annað sinn á stuttum tíma að annar leikari stal algjörlega senunni af aðal stjörnunni og hélt myndinni eiginlega uppi. Þ.e. Eric Bana gerði það sem Ken Watanabe gerði í hörmunginni Síðasti Samúræjinn, og sýndi snilldarleik sem skyggði gjörsamlega á Brad (að ég tala ekki um Orlando). Ég er m.a.s. búin að fyrirgefa Eric fyrir Hulk (og þá er mikið sagt). Svo var ansi athyglisvert leikaraval almennt í myndinni en það var eiginlega hálfgert LOTR reunion þegar Boromir mætti líka á svæðið. Og hvað var málið með Hanson Brother look-alike gaurinn sem lék frændann í myndinni?!!
Annars er ég alveg komin með nóg af Epic myndum... virðist vera trend í Hollywood sem ég vona að gangi sem fyrst yfir. Þriggja tíma langlokur sem gera eiginlega bara það að undirstrika að aðal hjartaknúsararnir í Hollywood eru kannski ekki endilega bestu leikararnir... staðreynd sem ég vil helst ekki vita af.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home