Gott raunveruleikasjónvarp
Ég er komin með nýjan uppáhaldsþátt, WB Superstar USA. Ég sat sem límd við skjáinn þegar þessi eftirherma af Idol fór í gegnum hljóðprufur og völdu svo úr alla lélegustu. Ótrúlegt hvað fólk trúir á eigin hæfileika án þess að hafa neina. Svo voru 12 valdir til að fara til Hollywood og eru svo látin fara gegnum útsláttarkeppni (eins og Idol nema ekki almenn kosning) og þeim er ekki sagt fyrr en í síðasta þætti að þau hafi verið valin vegna þess hvað þau eru léleg. Ég er strax komin með uppáhald, hana "Nina the Diva" eða eins og "Tripple Threat" eins og hún kallar sjálfa sig. Alveg frábært!
Svo er alveg fyndnast að fylgjast með dómurunum þykjast fíla fólkið í botn meðan þeir reyna að halda niðri í sér hlátrinum og eru í raun að gera grín að keppendum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home