miðvikudagur, maí 05, 2004

Tæknin er svikari

Nú er tæknin eitthvað að stríða okkur. Fyrst hrundu diskarnir í miðjum stúdentsprófum hjá Konna og verða ekki komnir í lag fyrr en eftir 24. maí þegar hann klárar stúdentsprófin (you go guy!). Af þeim sökum erum við mætt aftur á gamla staðinn. Svo komst vírus í tölvuna okkar og eftir að hafa fjarlægt hann virðast ýmsar netsíður, blogger þ.m.t., hættar að virka og tölvan hagar sér ennþá undarlegar en venjulega. Ég held því að ég sé loksins að fara að gera hina löngu tímabæru straujun um helgina. Skál fyrir því. Þetta gerðist svo náttúrulega allt saman á sama tíma og ég er búin að vera í blússandi bloggstuði. Ekki er öll vitleysan eins.

Jæja, betri helmingurinn er kominn heim (ég er að skrifa þetta á vinnutölvuna hans) og kominn tími til að sinna honum. Till leiter friends en ég veit ekkert hvenær ég kemst næst í að blogga meira.

Luv,
Brynz

P.s. Hver er sammála mér um að síðasti Friends þátturinn (ever!) hafi verið ömurlega leiðinlegur?