Óþolandi fólk (Varúð, tuð)
Ég held ég sé búin að uppgötva hvaða eiginleikar fólks fari mest í taugarnar á mér.
Í fyrsta lagi finnst mér níska alveg ótrúlega leiðinlegur eiginleiki. Þá er ég ekki að tala um sparsemi eða blankheit því vissulega getur fólk hreinilega ekki haft efni á ákveðnum hlutum (stúdentinn moi þekkir það). Nei, ég að tala um félagslega nísku. Þ.e. þegar viðkomandi þiggur alltaf að það sé splæst á hann án þess að segja orð (alltaf að græða) en splæsir aldrei á neinn á móti eða þegar verið er að telja aura þegar á að gera eitthvað saman. Eitthvað svona "Ég get alls ekki farið yfir 300 kall í sameiginlegu gjöfinni" þótt vitað sé að fyrir þann pening sé bara hægt að kaupa hálfa kippu af bjór eða 3 rósir frá hele huppen. Svo mætir manneskjan í afmælið í nýja 20 þúsund króna bolnum sínum. Undir þessum eiginleika flokkast líka það að telja allt eftir fólki. Eitthvað ég borgaði þetta og þá átt þú að borga þetta dæmi... Þá er viðkomandi aðeins að misskilja hugtakið ég splæsi stundum og þú splæsir stundum. Svo er fræg setning sem ein vinkona mín fékk í fésið (frá manneskju utan vinkonuhópsins) um árið "þú skuldar mér fimm aura".
Ok, nóg um nísku. Ég lenti í hinni týpunni sem ég þoli ekki nú um helgina. Það er hin svokallaða húsfélagstýpa. Allt í lagi að vera í húsfélaginu og svona en að gera það að lífsstíl er alveg off. Um helgina hafði einhver tekið lykilinn að ruslakistu stigagangsins til handargagns þannig að þegar ég fór út með ruslið á laugardaginn komst ég ekki í kistuna. Í staðinn fyrir að A) hlaupa aftur upp með ruslið og geyma það inni hjá mér eða B) láta rotturnar og rónana róta í því ákvað ég að geyma það bara í skotinu við bakdýraútganginn (n.b. ekki aðalútgangur hússins). Anýhú, í gær þegar við komum niður til að vitja um ruslið og lykillinn þá er kominn nafnlaus miði á ruslið sem segir eitthvað "If you can't bother to throw your trash in the bin don't store it here. P.s. And don't store it by or on the trashbin either". Hvernig væri að slappa aðeins af?!!! Kannski allt í lagi að minna fólk á ef það er stöðugt að setja ruslið á vitlausan stað og þá kannski eitthvað "kannski vissirðu það ekki en þá á að setja ruslið...". Mig langar samt rosalega til að vita hvaða steik þetta er því á yfirborðinu virðast allir vera ofsalega næs hérna í byggingunni en undir niðri leynist greinilega bitur húsvörður einhvers staðar.
<< Home