mánudagur, mars 15, 2004

Lögregludagbókin

Þá er enn ein helgin liðin við chill og huggulegheit. Ég náði í Nonna á flugvöllin og föstudaginn. Við fórum á Crossroads, írska hverfispöbbinn okkar, í bjór og pizzu og fórum svo heim að horfa á víddara. Rósa og fleiri sem voru búin að mæla með Intolerable Cruelty... ég þarf aðeins að eiga orð við ykkur!

Við tókum líka þá ákvörðun að segja upp kapalnum og fá okkur Netflix og loftnet í staðinn. Við teljum okkur geta sparað $50 á mánuði með þessu og sloppið við auglýsingaflóðið sem er að gera okkur vitlaus. Þetta ætti líka að koma í veg fyrir stefnulaust sjónvarpsgláp sjónvarpssjúklingsins á heimilinu sem ver allt of miklum tíma í sjónvarpsgláp sem væri betur varið í heimilisstörf.

Æ sæll... þetta er rosalega leiðinlegt blogg. Er að hugsa um að hætta bara núna og skrifa meira seinna þegar ég verð búin að fá mér kaffisopann minn. Ótrúlegt hvað ég er skemmtilegri eftir einn kaffi.