Húllumhæ um helgi
Jahérna, ekki get ég nú sagt að ég sé dugleg að blogga. Ýmislegt hefur verið að gerast hérna undanfarna viku. Helst ber að nefna að Nonni kom aftur frá Kanödu á föstudaginn og við áttum alveg frábæra helgi í vorveðri hér í Boston (7-9-13 að veðrið haldist). Á laugardaginn röltum við niður í South End í Brunch og skelltum okkur svo í mollið að ná í elskurnar mínar... Fyrir þá sem ekki vita eru elskurnar mínar hvítu stígvélin sem ég er búin að vera að slefa yfir síðasta mánuðinn og sæti kærastinn minn keypti handa mér í afmælisgjöf... oh, gotta love him.
Á laugardagskvöldinu klæddi ég mig í hvítu stígvélin mín og við skelltum okkur á The Passion of the Christ. Hvað er málið með þessa mynd?!! Hún gengur bara út á það að sýna hvað Kristur var píndur mikið síðustu dagana og það er sýnt á mjög grafískan hátt með tilheyrandi "splat" hljóðum þegar t.d. er verið að reka naglana í hann á krossinum. Mér finnst eitthvað sicko við að búa til svona mynd og hvað þá að fyllast ekki ógleði og ógeði að horfa á hana. Ég var næstum búin að ganga út, ofbeldið og ógeðið var svo mikið. Fyrir utan það að ég er ekki alveg að sjá tilganginn með þessari mynd nema fyrir Mel að fá útrás fyrir sadistann í sjálfum sér. Fussumsvei!
Rúsínan í pylsuendanum á þessari helgi var svo skíðaferð til Loon í New Hampshire með Kristrúnu og Marco í gær. Jiiiii... það er svo gaman á skíðum og allt of langt síðan ég fór. Eftir skíðin fengum við okkur smá Aprés Ski á ofurhuggulegu hóteli þar sem við létum þreytuna líða úr okkur í djúpum sófum við stóran arin og með kakó og Kahlúa í glasi. Myndir (úr nýju stafrænu myndavélinni okkar) koma inn fljótlega. Helgin endaði svo með mjög svo tíðindalitlum og óspennandi Óskari uppi í sófa.
Semsagt, góð helgi á enda og afmælisvika framundan. Bis Später.
<< Home