þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Afmæli

Ég vil minna vini og velunnara mína á að í næstu viku á stórglæsilegur hópur af fólki afmæli. Má þar helst nefna Huldu Clöru, Páogol the Punisher, Hjördísi Þórey, Durbal og síðast en ekki síst yours truly. Greinilegt að sumarvertíðin skilar sínu...

Það fer því hver að verða síðastur til að senda glaðning yfir hafið og því ekki seinna vænna en að fara að huga að afmælisgjöfum. Til þess að hjálpa fólki hef ég sett saman lítinn lista yfir hluti sem mér myndi hugnast að fá í afmælisgjöf.

Puma íþróttagalli
Strigaskór
Taska
Gallabuxur
Spariskór (svartir)
Íslenskur brauðostur
Bunki af Séð og Heyrt
Fréttir (slúðursögur) að heiman
Glingur og skemmtilegir aukahlutir