Funky draumur
Mig dreymdi svo furðulegan draum í nótt að ég má til með að deila honum hérna og ef einhver kann draumráðningar væri ég til í að heyra hvað þetta þýðir allt saman. Draumurinn gekk semsagt út á það að Birgitta Haukdal hafði boðist til þess að vera "amma" heim hjá pabba og mömmu. Fyrir þá sem ekki vita þá eru "ömmur" oft fengnar til að vera heima á daginn þegar lítil börn eru á heimilinu, elda hádegismat o.s.frv. Hins vegar er ekkert lítið barn heima hjá m&p svo hún var mest bara að hanga heima og gera fólki óumbeðna greiða og fjölskyldan var yfirleitt frekar hissa á því hvað hún væri að gera þarna. Ekki nóg með það heldur var hún alltaf að senda mér eitthvað hingað til Boston. Man reyndar ekki hvað það átti að vera en hún skrifaði alltaf undir "Með kveðju frá ömmu Haukdal". Hvað þýðir þessi draumur?
Ég er að deyja úr harðsperrum í öllum líkamanum. Nú er Operation Wedding komin á fullt skrið og ég fór í Pilates í gær. Mér finnst sérstaklega sorglegt að vera að drepast svona mikið þar sem ég gat ekki einu sinni gert helminginn af æfingunum. Eða var allavega ekki mjög glæsileg að reyna. Kennarinn hreyfði sig eins og svanur við æfingarnar en ég var meira eins og kona á 18 tíma í fæðingarhríðum. En batnandi konu er best að lifa. Nú verð ég bara að vera dugleg að mæta í Pilatesið þannig að ég verði líka orðin eins og svanur eftir nokkrar vikur... hóst hóst... nokkra mánuði.
<< Home