Hér er ég... gettu hver? (Apinn... djók, smá einkahúmor)
Jæja, þá er ég loksins loksins loksins loksins komin á netið og aðdáendur síðunnar geta tekið gleði sína á ný. Ég biðst innilegrar afsökunar á því að hafa ekki farið í loftið í gær en við vorum víst aldrei heima þegar UPS ætlaði að koma með módemið svo ég þurfti að fara í þriggja tíma strætó- og lestarleiðangur í dag til að ná í það. En hvað legg ég ekki á mig fyrir netið?
Annars var lítið bloggað í síðustu viku enda var ég mjög upptekin við að skemmta gestum. Þetta verður því smá frétta og catch up blogg en von er á skemmtilegri bloggum á allra næstu. Ég er líka svo eftir mig eftir þessa þriggja tíma vesenis-ferð að andinn er ekki alveg kominn yfir mig.
Rósa fékk þann heiður að vera fyrsti gestur okkar hér í Boston og þar sem hún var líka fyrsti gestur okkar í Atlanta skipar hún ákveðinn heiðurssess í hjarta okkar skötuhjúanna. Reyndar voru smá hnökrar á prógramminu hjá mér vegna þess að við erum svo nýflutt hingað en ég held samt að hún hafi verið frekar sátt. Næstu gestir munu njóta þess að nú er ég orðinn host með reynslu. Rósa sló náttúrulega alveg í gegn og það eina sem ég get sett út á hana sem gest var hvað hún var löt að drekka. Ég sit hér uppi með næstum fulla tequila flösku, 3 hvítvín og 4 bjóra!
Bibba Töff kíkti líka við í tvo daga og þeim tíma var vel varið við hvítvínsdrykkju á Ritz, verslunarleiðangra og meiri hvítvínsdrykkju.... mmm. Stelpurnar stóðu sig reyndar ekki alveg nógu vel fyrri daginn í búðunum þar sem ég endaði með stærsta reikninginn eftir að hafa keypt mér alveg yndislegan kokteilkjól í Karen Millen. Nú bíð ég bara eftir að einhver bjóði mér í kokteil! En þær tóku vel við sér seinni daginn og ég gæti jafnvel trúað því að Birna hafi sett met í eyðslu per mínútu síðasta hálftímann í mollinu... haha.
More to come... Brynní
<< Home