Húsmóðirin
Fyrir þá sem ekki vita að þá er ég að vinna fyrir fyrirtæki sem heitir BancWare hérna í Boston og sérhæfir það sig í því að búa til hugbúnað fyrir banka og veita þeim ráðgjöf um notkun hans og ALM (eigna- og skuldastýringu). Fyrirtækið er dótturfyriræki mjög stórs hugbúnaðarfyrirtækis sem heitir SunGard. Fyrstu tvo mánuðina í starfi mun ég vera að læra á hugbúnaðinn sem ég mun svo veita ráðgjöf með. Eftir það verður mikið um ferðalög, þar sem ég mun ferðast um Bandaríkin og víðar og setja upp þenna hugbúnað og veita ráðgjöf. Ef þið viljið fræðast frekar um þetta skemmtilega starf getið þið sent mér póst á nýja netfangið, jon.omarsson@risk.sungard.com.
Hún Brynja mín er nú ekki í ómerkilegra hlutverki, því hún hefur séð um húsverkin þessar vikurnar. Hún hefur bókstaflega farið á kostum á því sviði og er maður nú farinn að venjast því að fá smurt nesti með sér í vinnuna og mæta heim í rjúkandi heitan kvöldmat á slaginu sex. Þar fyrir utan er hún búin að finna fyrir okkur frábæra íbúð í Back Bay hverfinu í Boston. Þetta er geysilega skemmtilegt hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu og ekki nema um hálftíma labbitúr í vinnuna fyrir mig. Reyndar verður að taka fram að þessari elsku er farið að leiðast aðeins húsmóðurhlutverkið þess síðustu daga og því væru vel þegnar uppástungur um hvað hún gæti fundið sér til dundurs. T.d. mætti senda henni uppskriftir sem hún gæti prófað eða ábendingar um nýja raunveruleikaþætti.
<< Home