Jólachill
Mikið ofsalega er gott að vera komin heim í jólafrí. Algjör lúxus að gista á Hótel Moms&Pops, vera í fríi og vera búin að kaupa allar jólagjafirnar. Mér er ekkert að vanbúnaði að liggja í maríneringu næstu þrjár vikurnar. Svo er svo gaman að hitta alla og geta gefið sér nægan tíma til að chilla með fólki. Ég held að það hafi verið snilldarbragð hjá mér að plana sem minnst áður en ég kom heim því nú get ég bara gert það sem mig langar til, þegar mig langar til þess og er alltaf laus til að hitta fólk sem getur hitt mig. Síðustu tveir dagar fór reyndar svolítið í að koma sólarhringnum á rétt ról og ná að sofa almennilega en það ætti að vera komið í lag núna. Síminn minn er 663 6607 ef einhvern langar að bjóða mér í heimsókn/gera eitthvað með mér.
<< Home