fimmtudagur, desember 11, 2003

Úbbosí, langt síðan síðast hefur verið skrifað en það skýrist af prófavikunni sem var að klárast... vííí. Síðasta prófið búið og reyndar búið að halda upp á það og taka einn þynnkudag líka (Nonni var reyndar hress að venju). Fórum svo í gær í mat í Kensington höllina og tókum einn kana og aldrei þessu vant vann Gestur. Nú eru tveir pabbar á leið í flugvél frá Boston og bara eftir að ná í þá og svo tekur við chill og útskrift á laugardaginn. Jeee! Æ, hvað þetta var skemmtilegt blogg hjá mér...

Svo er bara að pakka saman og við yfirgefum ATL fyrir fullt og all á þriðjudaginn... snökt. Meira um það síðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home