fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Gleðilega hátíð

Við óskum lesendum nær og fjær gleðilegrar þakkargjörðar. Í tilefni dagsins verðum við í Kensington höllinni þar sem við munum matreiða kalkúnaveislu. Skv. hefðinni fær Gestur þann heiður að fara með hendina inn í kallann og ná í innyflin (ooooj!), við Lena gerum sósuna og meðlætið og Nonni er sérlegur aðstoðarmaður og barnapassari. Þakkargjörðin er hefð sem ég gæti alveg hugsað mér að taka með mér heim þegar ég flyt heim. Rétt eins og Valentínusardagurinn, nei oj... svei þér Valdís Gunnarsdóttir!