Pabbarnir klikka ekki
Pabbar okkar Nonna eru þvílíkt að standa sig. Þeir ætla að koma út og vera við útskriftina okkar :) Er strax byrjuð að plana alls konar skemmtilegheit til að gera með þeim þegar þeir koma. Ég var nú alls ekkert búin að gera ráð fyrir að hafa einhvern úr fjölskyldunni á staðnum þegar ég útskrifast svo það verður ekkert smá næs að vita af pabba úti í sal þegar ég geng á sviðið í skikkjunni og með dúskhattinn flotta.
Jæja, best að snúa sér að bókunum ef þessi útskrift á að verða að veruleika.
<< Home