föstudagur, nóvember 14, 2003

Eftir miklum krókaleiðum og vesen þá fengum við loksins miða á tónleika í The Tabernacle þann 21. nóvember. Hverjir eru að spila gætu þá einhverjir spurt? Það eru engir aðrir en kóngarnir sjálfir í Duran Duran sem munu stíga þar á stokk. Ég staðhæfi að þessi hljómsveit er í augum minnar kynslóðar það sem Bítlarnir voru í augum foreldra okkar, nema kannski fyrir þessa fáu sem spiluðu með hinu liðinu og héldu með Wham.

The Tabernacle er frekar lítið tónleikahús og við fengum sæti á gólfinu sem þýðir að við verðum bara í nokkurra metra fjarlægð frá Simon, Nick, Andy, Roger og síðast en ekki síst... John Taylor. Hann var náttúrulega flottastur, sérstaklega var aflitaði lokkurinn í síttaðaftan klippingunni flohohohottur. Er að skoða Duran Duran síðu og er þá ekki rólegi Roger Tyler orðinn langmyndarlegastur. John er eiginlega pínu útlifaður. Það er það sem áður var.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home