Góðir Gestir
Þá eru Edda og Ómar búin að vera hjá okkur (í góðu yfirlæti) í þrjá daga. Erum búin að sýna þeim það helsta sem vert er að sjá hér og chilla í sólbaði uppi á þaki. Þar sem ég er nýbúin í prófatörn er frekar rólegt að gera hjá mér en Nonni greyið er með dáldið mikið af verkefnum þessa dagana. Það hentar mér því vel að fá svona mikið af góðum gestum um þessar mundir.
Svo get ég þakkað íslenskum flugvirkjum það að ég fæ hana Löllu mína einum sólarhring fyrr en áætlað var. Er búin að setja saman ansi skemmtilegan pakka handa henni... mohoho. Verður svipuð stemmning og í LA-pakkanum sem Anna setti saman fyrir okkur nema að það er ekki jafn mikið af stjörnum hér (sorry Whitney, Bobby og Toni Braxton þið eruð bara dáldið yesterday). Get lofað ykkur því að Lára mun koma vel chilluð og dilluð út úr þessari heimsókn.
Annars bjóst ég við fleiri kommentum á síðustu færslu. Hér í Bandaríkjunum hafa allir skoðun á Jessicu Simpson. Kannski ekki tilviljun að eina manneskjan sem kommentaði (ég er algjörlega sammála) býr einmitt í Bandaríkjunum. Jessica var reyndar að syngja í mollinu okkar á föstudaginn. Verst að ég vissi ekki af því fyrr en í gær annars hefði ég örugglega farið.
<< Home