föstudagur, október 17, 2003

Jeje... ferðasagan á leiðinni. Annars er nóg að gera. Fyrsti gesturinn dettur í hús á sunnudaginn þegar Júlli (sem var á undan okkur í verkfræðinni) ætlar að gista hjá okkur þar sem hann er að fara á INFORMS ráðstefnuna. Þetta er semsagt ein aðalráðstefna iðnaðar- og bestunarfræðinga sem ég er að fara að sjálfboðaliðast á allan sunnudaginn (vaktin mín byrjar 7:30!) og ætla svo að reyna að sækja fram á miðvikudag. Á miðvikudaginn koma svo Ómar og Edda og viku seinna kemur Lára. Semsagt, stanslaust grín í rúmar tvær vikur.

Svo þurfum við náttúrulega að læra og svoleiðis en erum að reyna að vinnu upp eins mikið og hægt er svo að við höfum smá slaka í gestaganginum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home