miðvikudagur, október 01, 2003

Skákmeistarinn bauð í bíó

Nonni bauð mér í bíó í gær að sjá Lost in Translation. Alveg frábær mynd sem ég mæli með. Ofsalega vel gerð og Bill Murray og Scarlett Johanson eru sérlega góð saman. Það sem er kannski enn merkilegra varðandi bíóferðina er samt að Nonni vann miðana með því að vinna skákmót sem var haldið í skólanum um daginn. Í verðlaun voru bíómiðar fyrir tvo og ársaðild að skákklúbbi Georgia Tech. Hann vildi líka meina að það væri alveg þess virði að kíkja á skákmótin hérna því þarna mættust cream of the crops í nördalandi (og svo Nonni), skákklúbbur í tækniháskóla.