Aðskilnaður
Við skötuhjúin dembdum okkur út á lífið í gær með vinum okkar, þeim Dan og Matt. Fyrst hituðum við reyndar upp með því að horfa á tvo þætti af 24 og súpa smá hvítvín. Djammið var svo sum í rólegri kantinum enda voru strákarnir hálf þreittir. Það verður reyndar að segjast eins og er að við höfum nú ekki hitt marga svera djammara hérna í Ameríkunni, allavegana ekki neina sem eiga roð í Illa Skeindan og Pippa Þorsk.
Eitt við næturlífið í Atlanta sem mér þykir mjög merkilegt er að það er ótrúlega mikill aðskilnaður á milli kynþátta á skemmtistöðunum. Á staðnum sem við vorum á í gær voru t.d. eingöngu hvítt fólk en á staðnum hinum megin við götuna var ekkert nema svertingjar. Þessi aðskilnaður sést reyndar víðar, t.d. er þjónustufólk mjög gjarnan svart en stjórnendur hvítir. Það er meira að segja algengt að í matvörubúðum séu allir starfsmennirnir svartir nema búðarstjórinn, sem er vitanlega hvítur. Það eru náttúrulega margar ástæður fyrir þessu og margar hverjar rótgrónar í samfélagið. Það virðist þó vera að blökkumennirnir leggi einfaldlega minni áherslu á menntun og treysti meira á íþróttahæfileika og rapp.
<< Home