laugardagur, september 20, 2003

Misskilningur

Hann Nonni minn hefur oft verið kenndur við Celine Dion og er af mörgum talinn vera einn helsti aðdáandi hennar. Þetta er reyndar hinn mesti misskilningur og stafar held ég af því að einhvern tíman í gríni sagðist hann fíla hana. Ég get hins vegar borið vitni um það að hann fílar hana alls ekki og þjáist mikið þegar ég er að hlusta á hana (Surprise! Ég er laumu Celie Dion aðdáandi og langar rosalega á showið hennar í Las Vegas. Veit reyndar að mörgum finnst ég vera með ömurlegan tónlistarsmekk (þ.m.t. mér sjálfri), svo þetta kemur kannski ekki öllum á óvart, en ég get ekkert að þessu gert. Celine, JC Chasez, Justin, Britney, P. Diddy og Mariah, ég fíl'ykkur!).
Hins vegar get ég gefið þeim sem finnst gaman að gera grín að tónlistarsmekknum hans Nonna smá hint með annan tónlistarmann sem hann virkilega fílar, og þetta er ekki grín... Hello!

P.s. Ég hef ákveðið að herma eftir öðrum með að hafa titla á færslunum mínum þar sem það gerir þetta allt svo miklu skipulegra eitthvað.

P.p.s. Ástæðan fyrir því að ég er í tölvunni núna er að klukkan er bara að verða níu og við erum búin með 24-skammt dagsins. Úúúú... hlakka til á morgun.

P.p.p.s. Ég drakk rúmlega hálfa hvítvín yfir 24 áðan... híhí.