mánudagur, september 15, 2003

Það er rosalega mikið af flottum bílum í bílastæðahúsinu í húsinu okkar. M.a. gulur Hummer jeppi (Gestur er dáldið abbó) og hellingur af flottum BMW-um. Einn bíllinn er eldrauður Lexus sportbíll, mjög flottur, sem væri svosem ekki í frásögur færandi nema að aftaná bílnum er risa límmiði. Við erum að tala um svona 50x20 sm og á honum stendur "We Earned It!". Tekur dáldið klassann af því að eiga klassa bíl ekki satt?

Annars smá samantekt af helginni:
Spiluðum tennis og sóluðum okkur á þakin í tvo tíma á laugardaginn => sólbruni.
Fórum um kvöldið með Matt og nokkrum vinum hans á nett djamm. Enduðum á Disco Diner sem er mjög sveittur diner rétt hjá okkur.
Nonni keypti sér ný gleraugu í gær.
Annars var lært mikið og svo endaði helgin á bíóferð í gærkvöldi. Once upon a Time in Mexico. Ekkert spes mynd en alveg í lagi og fullt fullt af flottu fólki í henni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home