Vorum að koma heim úr dýrindis kvöldverði með Gesti og Lenu. Þau skötuhjúin fengu pössun fyrir Huldu Clöru og við skelltum okkur því á japanskan veitingastað sem býður helst upp á rækjur og nautasteikur. Ég sem hélt að Japanir borðuðu bara sushi og hvalkjöt. Þessi ferð var sennilega merkilegust fyrir það að í fyrsta skipti á ævinni var ég ekki sá fyrsti á borðinu til þess að klára matinn minn. Hún Lena tók mig alveg í bakaríið, eitthvað sem Gesti tókst ekki á mánudaginn, og greinilegt er að hún er að borða fyrir allavegana tvær manneskjur.
Einnig var kokkurinn okkar mikill húmoristi. Hann steikti allan matinn á stálplötum sem við sátum við og var með helling af partýtrikkum. T.d. tók hann heilan lauk í sundur og raðaði honum upp eins og eldfjall, sprautaði svo olíu ofaní og kveikti í, þ.a. að það gaus eldur upp úr laukfjallinu. Svo henti hann smjörklessu yfir borðið og kallaði hátt og snjallt "butterfly". Gestur bað um að fá steikina "medium rare" en þjónninn kallaði það "medium mú". Oh well, I guess you had to be there.
Óska annars strákunum okkar til hamingju með leikinn í dag - verst bara að RÚV skyldi ekki hafa getað sýnt hann á netinu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home