sunnudagur, ágúst 31, 2003

Afar skemmtileg helgi er næstum að baki. Við erum nefnilega í fríi á morgun í tilefni verkalýðsdagsins (labour day).

Á föstudaginn fórum við með þeim mæðgum, Lenu og Huldu Clöru, í outletið og Wal-Mart að sinna smá erindum og þegar við skutluðum þeim svo heim beið Gestur með þessa líka fínu veislumáltíð. Kjúkling, nautakjöt, vísundakjöt og rækjur með fullt af grænmeti á teinum og allt með. Eftir þessa veislu skelltum við okkur í Virgina Highlands djammhverfið þar sem við hittum Adilku, dóminíkönsku vinkonu mína, og Jason, bandarískan unnusta hennar, á kránni. Ég verð að segja að mér finnst alveg þess virði að þola allan hitann hérna fyrir það að geta setið úti á pöbbnum og drukkið hvítvín/bjór á kvöldin.

Gærdagurinn var frekar rólegur, lært og settar inn myndir á netið (já, þetta tekur ótrúlegan tíma!). Um kvöldið var okkur svo aftur boðið í mat til Gests og Lenu en nú var boðið aðeins stærra þar sem þarna voru íslensk hjón, ásamt tveimur börnum sínum, sem eru í rannsóknarleyfi hérna. Góður matur og skemmtilegar samræður. Takk fyrir okkur!

Dagurinn í dag var svo tekinn snemma þar sem við hittum Matt, Dan og Lisu klukkan hálf tíu til þess að fara í Six Flags. Oh my god, ég var sko búin að gleyma hvað mér finnst rússíbanar skemmtilegir. Þeir sem hafa farið á skíði með mér eða í fjallgöngur vita kannski að ég er "smá" lofthrædd en einhvern vegin smitast það ekki yfir á tívolítæki. Við gerðum ekkert annað en að fara í rússíbana í allan dag og nægði varla dagurinn til. Ekkert smá gaman. Skemmtilegastur var Superman en þar er sætunum hallað um 90° svo að maður liggur eiginlega og horfir beint niður. Hugmyndin er að maður sé að fljúga eins og Superman. Ansi geggjað.

Þegar garðurinn lokaði skelltum við okkur svo á Rocky Mountain sem er eins konar stúdenta hangout á campusnum. Þar er hægt að fá "bucket of beer" fyrir $8 og ódýran mat. Kjams kjams....

Þess má svo geta að lokum að Matt færði mér Brides blað til að lesa. Honum er mikið í mun að ég týni mér nú alveg í brúðkaupsundirbúningi. Nonni vann líka þennan fína Georgia Tech körfubolta í leik í Six Flags... veivei!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home