Þá er skólinn kominn á fullt og nóg að gera. Hittum Matt og Dan, amerísku vini okkar, í hádeginu í skólanum í dag og það voru nú aldeilis fagnaðarfundir. Kærastan hans Dans er í heimsókn frá Seattle þannig að það stendur líka til að vera dugleg í social lífinu þessa vikuna. Á miðvikudaginn ætlum við á Atlanta Braves Baseball leik, á fimmtudaginn í Dogwood Brewery ($3 fyrir eins mikinn bjór og þú getur í þig látið milli 6 og 8, glasið fylgir með) og svo Six Flags skemmtigarðurinn á laugardaginn. Þetta verður löng helgi en það er Labour Day á mánudaginn og þá ætla þeir Gestur og Nonni að fara í eitthvað hlaup en fyrir að taka þátt í því fá þeir aðgang í Six Flags White Water vatnsrennibrautagarðinn svo aldrei að vita nema við kíkjum á það líka. Skemmtilegt.
Ég ætla að reyna að draga unnustann í Best Buy á eftir til að kaupa stafræna myndavél en mig langar að taka Önnu Beib Cali-Girl mér til fyrirmyndar og vera duglegri að taka myndir fyrir aðdáendur heima. Þar sem Gestur og Lena búa rétt hjá Best Buy er svo upplagt að skella sér í smá heimsókn til þeirra í leiðinni og aldrei að vita nema Gessi skelli nokkrum pullum á grillið. Kannski við tökum nokkra ölla með okkur úr ísskápnum. Við eigum nefnilega nóg af svoleiðis þar sem leigjandinn okkar lét sér ekki nægja að ganga mjög vel um, þrífa vel og skilja eftir sjónvarp heldur skildi hann eftir fullan ísskáp af bjór. What more can a girl ask for?
Ég skrifa meira um allt sem ég lofaði í síðasta bloggi seinna. Þarf víst að fara að kíkja á heimadæmin ef ég á að komast í allt þetta skemmtilega sem ég er búin að telja hérna upp.
Fyrir aðdáendur Nonna má svo geta þess að ég er búin að hóta honum að gera þetta að minni einkasíðu ef hann fer ekki að taka sig á. Það má því búast við skemmtilegheitum frá honum á næstunni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home