Þá erum við komin aftur til Atlanta. Ferðin gekk mjög vel og Gestur tók á móti okkur á flugvellinum hérna. Fórum heim með töskurnar og til að kíkja á íbúðina. Leigjandinn hefur farið alveg sérlega vel með hana og m.a.s. þrifið skv. okkar standard. Hann skildi líka sjónvarpið sitt eftir þannig að nú eru sjónvarpslausu plönin okkar farin út um þúfur.
Eftir þetta fórum við beint í Kensington höllina en þar biðu Hulda Clara, Lena og Maya nágrannakona með kvöldmat. Hulda er komin með fullt af nýjum númerum og Gestur vildi meina að hún hefði brugðist öðruvísi við okkur en ókunnugu fólki þannig að hún virðist þekkja okkur aftur. Við erum að sjálfsögðu frekar sátt við það.
Svo er bara að koma öllu dótinu okkar fyrir og skóli af fullum krafti á morgun.
Meira um allt þetta ásamt steiktum flugþjónum, færiböndum og kostinum við að að vera 190 sm á hæð... síðar.
Brynja og Nonni
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home