sunnudagur, ágúst 17, 2003

Jæja, þá styttist í að við höldum á vit ævintýranna í Atlanta. Aðeins rúmir fimm dagar til stefnu og við að komast í óneiviðeigumeftiraðgerasvomargtáðurenviðförum-gírinn.

Það má búast við tíðari færslum á þessum vef eftir að við förum út. Bæði finnst mér hálf kjánalegt að halda dagbók um allt sem við gerum þegar fólkið sem les það gerði hlutina með okkur og eins er ekkert geðveikt freistandi að setjast fyrir framan tölvuna á kvöldin til að blogga þegar ég hef setið fyrir framan tölvuna í vinnunni allan daginn.

Jæja, nóg um það í bili en fylgist spennt með eftir viku eða svo þegar við verðum komin aftur til US of A!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home