Mikið rosalega er ég háð tækninni. Um daginn var ég klukkulaus, gsm-símalaus, bíllaus og var þar af leiðandi alveg glórulaus.
Þetta var mjög erfið lífsreynsla. Ég átti t.d. stefnumót við stelpurnar og mætti náttúrulega ekki á réttum tíma því ég vissi ekki hvað klukkan var. Svo þegar ég loksins áttaði mig á því að ég átti að vera mætt komst ég ekki á staðinn því ég var ekki á bíl og strætó hefði tekið mig 45 mínútur. Ég gat heldur ekki hringt til að láta vita af mér, fyrr en eftir dúk og disk þar sem ég var ekki með nein símanúmer á mér (þau eru öll í símanum). Sem betur fer var ég ekki heima hjá mér því þá hefði ég verði netlaus líka en ég gat semsagt farið á netið og reddað símanúmeri.
Þær áttuðu sig strax á hvers kyns var, enda búnar að þekkja mig í 20 ár. Ég var að komast í dáldið pirrað skap. Svo þær brugðust skjótt við, renndu eftir mér og ég náði akkúrat í heita réttinn. Gott að eiga góðar vinkonur.
Hjúkkan komin með nýja síðu með fullt af skemmtilegum myndum og slúðri... solid. Þar með úreldist reyndar hlekkurinn hér til vinstri en ég kippi því í lag þegar ég kem aftur til ATL í ágúst.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home