mánudagur, júní 16, 2003

Grillmatur á hverjum degi. Ójá, síðustu daga hef ég fengið grillmat/steikur á hverjum degi og það er ekkert lát á því. Gallinn er að mér finnst þetta svo góður matur að ég borða alltaf yfir mig og það er nú ekki beint gott fyrir línurnar að éta yfir sig af hverjum degi af steikum. Ætti kannski að fara bara á Atkins dietinn og hætta að borða kartöflur, brauð og önnur kolvetni og einbeita mér bara að steikunum. Fólk eins og Jennifer Aniston og Davíð Oddsson hafa nú náð af sér helling af kílóum með þessu móti. Hmmm... held ég geri það bara. Grillveislur á hverjum degi og grennast samt!

Ég held samt að hvítvín sé ekki leyft sem gæti verið smá galli... Getur einhver bent mér á kolvetnasnautt áfengi?

Gleðilega þjóðhátíð!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home