"Nýjasta" tölublaðið af People í Mál og Menningu er sama eintak og ég keypti á flugvellinum í Atlanta áður en við komum heim... verð semsagt að bíða í nokkrar vikur eftir Keanu umfjölluninni minni.
Lítur út fyrir að helgin verði með rólegra móti. Enda allt í lagi því við erum búin að djamma svo mikið síðan við komum heim. Fórum í þessa líka fínu útskriftarveislu hjá Tótu frænku í gær þar sem var nóg af hvítvíni. Seinna um kvöldið kíkti ég svo með MH-píunum að kveðja Hjördísi en hún fór til Ísafjarðar í dag til að "læknast" þar í allt sumar. Reyndar fékk Hjördís magapest svo við hinar skáluðum bara fyrir henni í fjarveru hennar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home