Jæja, þá er vikan að kveldi komin... eða þannig. Ég er allavega á leið úr vinnunni á þessum sólríka sumardegi. Stúdentsveisla hjá Tótu frænku á eftir og svo er stefnan sett á rólega helgi enda búin að djamma ansi mikið þessar þrjár helgar síðan við komum heim.
Uppstigningardagur var æði. Þar sem ég stóðst freistinguna að kíkja með stelpunum út á lífið á miðvikudagskvöldið (sem er annað en leigusalinn minn góði gerði) þá vaknaði ég fersk á fimmtudagsmorguninn og eyddi svo deginum og megninu af kvöldinu í Goðheimum. Við Nonni röltum í sund og gengum fram hjá rosalegri fjölskylduhátíð í Laugardal sem BúBa-Kaupþing var að halda. Um kvöldið buðu Anna og Freyr upp á þvílíka sælkeraveislu í Goðheimum. Graflax í forrétt, humar eins og hver gat í sig látið í aðalrétt og danskur Brie ostur með jarðarberjum í eftirrétt. Með þessu var svo drukkið kampavín og hvítvín... namminamm.
Ég biðst enn og aftur forláts á letinni að uppfæra þessa síðu. Finnst hálf tilgangslaust að vera að uppfæra fyrst ég hitti flesta lesendur þessarar síðu reglulega þessa dagana. Fór svo að spá í því að t.d. Eva og Torfi eru ofsalega dugleg að uppfæra sína síðu og ætla nú að reyna að taka þau mér til fyrirmyndar, mínus javascrifturnar þó (þó ég gæti það sko alveg ef ég vildi!). Það er náttúrulega eðlilegt að fólk sakni þess að lesa mína daglegu pistla um menn og málefni. Svo má Nonni skammast sín því hann bloggar náttúrulega aldrei. Komst að því um daginn reyndar að hann les ekki einu sinni bloggið mitt!!! Ömurlegt kæró og ég er geðveikt móðguð og sár.
Stay black
The B
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home