Ég er annars að skipuleggja hvaða kúrsa ég eigi að taka á næstu önn. Fyrsta skráningartímabil er reyndar búið en ég er ekki alveg sátt við hvaða kúrsa ég skráði mig í og er að hugsa um að breyta. Ætla að nota aðferð sem Dan, vinur okkar í USA, ætlaði að nota og mér líst vel á. Málið er að það er svo mikið úrval að kúrsum að hann notar stundaskrána til að velja. Planið hjá mér er semsagt að vera bara í skólanum á þriðjudögum og fimmtudögum sem er náttúrulega algjör snilld. Stundatöflurnar mínar síðustu tvær annir hafa verði hörmung, í skólanum alla daga og alltaf með göt á milli tíma, svo nú er kominn timi til langra helga og massívra daga þess á milli. Gat m.a.s. fundið ótrúlega spennandi kúrsa til að taka þá en nú verður fókusað á stjórnun og seðla (vs. biðraðafræði, forritun og fleira sem ég veit að lesendur síðunnar fylgdust með af áhuga á síðustu önn). Enda held ég að sé kominn tími til að ég læri eitthvað um peningahliðina, Nonna finnst það allavega. Nú þegar ég er orðinn annars árs nemi (úha!) get ég líka farið að velja eftir kennurum sem er ansi mikill munur. Ég hef reyndar bara verið með einn arfaslakan kennara í þessum skóla og hann er stærðfræðiprófessor (think línuleg algebra þeir sem voru með mér á ári í verkfræði). Hinir kennaranir eru samt misgóðir og nú vel ég bara bestu ;)
föstudagur, júní 20, 2003
Fólk
Anna sysBaldur & Svanhildur
Eva & Torfi
Íris & Óli
Lára
Magga Dóra
McMaggi
Pétur & Arney
Myndir
MYNDASÍÐA MÁVAHLÍÐARHvannadalshnúkur - 0505
California - 1104
Fjölskyldan - 1104
Halla og Ægir - 1004
New Hampshire - 1004
Dagný og Fjóla - 0904
Montréal - 0904
Húsmæðraorlof - 0904
Kensingtongengið - 0904
Key West - 0804
Birna í Boston - 0804
Bostondagar - 0804
Ísland - 0704
Newport - 0604
Brúðkaup í MD - 0504
Gloucester & Rockport - 0404
Útskrift - 1203
Kanaskrall - 1203
Gestir í ATL - 1103
LA - 1003
ATL- haust03
Mardi Gras - 0303
Köfun - 1202
Jól í Flórída - 1202
Áramót - 0103
Penn State & DC - 1002
ATL - haust02
NYC - 0802
Country - 0802
Fimmvörðuháls - 0702
Færslur
- Úff, svaf í 4 tíma í nótt því ég var að lesa svo s...
- Grillmatur á hverjum degi. Ójá, síðustu daga hef é...
- I love my job! Strákarnir voru að hengja upp risa-...
- Loksins loksins... kemur smá blogg hérna. Ég er sv...
- Athyglisvert að fréttin tilgreinir ekki hversu mar...
- "Nýjasta" tölublaðið af People í Mál og Menningu e...
- Það er umfjöllun um Keanu Reeves í nýjasta People,...
- P.s. Einhverjir gleymdu jakka, hnepptri peysu, slæ...
- Jæja, þá er vikan að kveldi komin... eða þannig. É...
- Við skötuhjúin fórum á Matrix Reloaded í gærkvöldi...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home