fimmtudagur, júlí 03, 2003

Mikið er ég nú orðin löt að blogga. Það er reyndar aðallega vegna þess að ég sit aðallega fyrir framan tölvu í vinnunni og þá er ég að vinna en ekki blogga. Þegar ég er ekki að vinna þá langar mig að gera eitthvað allt annað en að sitja fyrir framan tölvuna. Þó gefast stundum tækifæri, eins og í kvöld, til að setjast niður og skrifa smá.

Nú eru helgarnar smám saman að fyllast og bara einn og hálfur mánuður þangað til við förum aftur út! Mér finnst ég vera nýkomin heim.
Um næstu helgi verður árshátíð Barbiegirls og Kenboys fá að vera með okkur um kvöldið. Við Anna, Anna og Eva erum í skipulagsnefndinni og það er búið að plana rokk dag þar sem þemað er Villtar Meyjar. Meira get ég ekki sagt þar sem dagurinn á að koma hinum Barbiegirlunum á óvart.
Helgina þar á eftir var planið að fara á Ísafjörð, að heimsækja Hjördísi, en það er nú eitthvað að detta uppfyrir. Ég get þó huggað mig við að til boða stendur að fara í Þórsmörk í staðinn með fullt af skemmtilegu fólki, gönguferð, grilli og hvítvíni í lange baner.
Helgina þar á eftir verður ættarferð á ættaróðalið Þaralátursfjörð á Hornströndum. Við Nonni og Anna sys og jafnvel einhverjir fleiri ætlum að fljúga á Ísafjörð og láta ferja okkur yfir Djúpið. Þaðan ætlum við svo að ganga yfir til Þaralátursfjarðar. Það verða 15-20 manns í firðinum með samkomutjald, góðan mat, gítar og ef ég þekki fjölskylduna rétt verður mikið fjör. Við systurnar ætluðum að fá okkur byssu- og veiðileyfi til að geta skotið í soðið en vorum aðeins of seinar svo við náðum því ekki. Gengur bara betur næst... (var þetta ekki 89 á stöðinni brandari?).

Á milli alls þessa er ég svo að reyna að byrja að skipuleggja partý aldarinnar (já, maður þarf að panta sal með árs fyrirvara!). Nonna finnst ég vera að pæla allt of mikið í þessu en ég held satt að segja að ég gæti alveg verið duglegri. Er greinilega ekki þessi blushing bride týpa. Það stendur þó til bóta þegar ég kem út en þá ætla ég að leggjast í brúðarblöð og brúðkaupssýningar. Vinkonur mínar mega fara að vara sig þegar ég kem heim með "bridesmaid" dressin fyrir þær. Þær þurfa samt að passa sig á rækjusalatinu og lakkríssprengjunum því ég býð bara þeim sem passa í kjólana. Moahaha...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home