fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Hei, myndir úr partýinu sem við vorum í á sunnudaginn hjá Önnu og Freysa eru á katrin.is. Nokkrar góðar eru hér og hér. Skrýtið að hún hafi ekki tekið myndir af mér?

Annars var þetta geggjað partý sem endaði svo í geggjuðu stuði á hb. Anna og Freyr og aðrir íbúar Bragagötu 23 eiga hrós skilið fyrir frábært framtak og ég hlakka til að mæta aftur að ári. Fyrst ég er byrjuð að tala um partý helgarinnar má ekki gleyma "útilegu í borg" hjá Ólöfu á laugardaginn sem var massamassa. Vonandi fæ ég myndir frá stelpunum frá því en það var tekin nokkuð góð myndasyrpa þar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home