miðvikudagur, júlí 16, 2003

Sjaldséðir hvítir hrafnar. Nú er ég farin að verða fyrir aðkasti úti í bæ vegna bloggleysis og sé mér því ekki annað fært en að blogga smá.

Það er helst að frétta að við erum búin að kaupa okkur flugmiða til LALA - lands að heimsækja þau Önnu Beib og Páogol the Thinker (Páogol the Punisher) í Október. Nonni er búinn að uppfæra Topp 5 listann sinn til samræmis til að auka líkurnar á að hann hitti viðkomandi svo nú inniheldur hann bara fólk sem býr í LA. Fyrir þá sem ekki vita inniheldur Topp 5 listinn nöfn þeirra einstaklinga sem maður má sofa hjá, bjóðist manni tækifæri, án þess að makinn verði fúll. Þetta er listinn hans Nonna:
Halle Berry
Angelia Jolie
Anna Nicole Smith
Beyonce Knowles
George Clooney

Verði honum að góðu!

Annars er veðrið yndislegt í dag. Liquid Lunch klúbburinn sammþykkti samróma að það væri fimmtudagur í dag svo við fórum í (Liquid) Lunch á Vegamótum í h-deginu. Það er svo gaman hvað bærinn fyllist af fólki um leið og sólin gægist fram. Tala nú ekki um þegar veðrið er eins gott og það er í dag. Hitti fullt, fullt af fólki á leiðinni.

Annars er von á nýjung á blogginu mínu á næstunni. Fylgist með...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home