Hahaha... ég dey. Ég var að horfa á VH1 og þar var auglýstur þátturinn Style Court. Þeir sem hafa séð TV Court þættina hérna úti vita hver hugmyndin er. Þ.e. að það er líkt eftir alvöru réttarsal og svo kemur alvörufólk þangað með sín vandamál og dómarinn dæmir í beinni. Nema hvað, í Style Court kemur fólk sem er hefur sérstakan fatastíl og dómarinn dæmir svo hvort fólkið sé "sekt" um ósmekklegheit. Svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir að að réttarvörðurinn er hot beib að nafni Berglind Icey sem dyggir lesendur Séð og heyrt ættu að kannast við. Í sýnishorninu stígur hún fram í salinn og segir ábúðarfull "Order in the courtroom". Alltaf gaman að sjá Íslendinga vera að gera það gott. You go girl!
Næstbesta við þáttinn er svo slagorðið... "Because the way some people look is a crime!"
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home