Ég sló tvær flugur í einu höggi í morgun þegar ég stakk Gessa af í 10km hlaupi og vann þar af leiðandi kippu af honum veslings Baldri, sem af einhverri óskiljanlegri ástæðu veðjaði á Gest, sennilega einhver norðlensk samheldni þar í gangi. Hlaupið var mjög skemmtilegt en við félagarnir þurftum að vakna snemma því hlaupið var ræst 7:45. Það voru ca. 10.000 manns í hlaupinu og var hlaupið þráðbeint eftir sléttum vegi. Hlaupið var hins vegar erfitt því vegurinn var mjög hæðóttur og var maður því alltaf að hlaupa upp eða niður brekku. Svo var náttúrulega um 30 stiga hiti, sem hjálpaði ekki.
Ég og Gestur mættum á réttum tíma í hlaupið en fannst við vera heldur þungir á okkur við rásmarkið og föttuðum þá að við höfðum báðir gleymt að fara á klósettið. Við tókum því á rás á næsta kamar en þar reyndist vera um 20 manna röð. Röðin gekk nú frekar hratt og við lukum okkar verkum fljótt og vel. Þegar út af kömrunum var komið sáum við hins vegar að það var búið að ræsa hlaupið og allt liðið komið af stað. Við töpuðum því þarna um 2 dýrmætum mínútum og vorum fyrstu 5 mínúturnar að berjast í gegnum ös af gamalmennum, "big mamas" og fólki með ungabörn. Ég náði þó að klára hlaupið á um 48-50 min en Gestur var á 52,5 min.
Eftir hlaupið skelltum við okkur svo í vatnsrennibrautagarðinn Wildwater og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar. Það var hins vegar svo stappað af fólki að við þurftum að bíða í 45 min eftir hverri ferð og fórum því bara í tvær brautir.
Góð helgi búin og nú teku við "lernen, lernen, immer lernen".
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home