miðvikudagur, september 24, 2003

Það sem allir hafa beðið eftir

Það sem allir hafa beðið eftir... 


Brynja´s Best and Worst Dressed @ Emmy2003

 

Þá er listinn loksins loksins fullbúinn. Ástæðan fyrir því að ég geri þennan lista er sú að ég er alls ekki sammála Best/Worst Dressed listunum sem slúðurblöðin mín eru með. Ég átti mun erfiðara með að finna kandítata á best dressed listann en worst dressed. Margar style-stjörnur (eða fashionistas eins og við sérfræðingarnir köllum þær) eins og Jennifer Aniston sem venjulega slá mjög í gegn voru ekki að gera neitt spes hluti. Ekkert ljótar en eiga samt ekki skilið að komast á neinn lista. Jennifer var í ágætis kjól en allt of stuttum og svo vantaði náttúrulega aðal accessorið hennar, hann Brad. Í þessum flokki eru líka Alicia Silverstone, Courteney Cox og Jennifer Garner. Listinn er ekkert endilega í neinni sérstakri röð.


Enjoy!

Best Dressed
* Þrátt fyrir að fólk hafi þurft að setja upp sólgleraugu til að horfa á Christina Applegate á sviði vegna glampa af lélega meik-djobbinu hennar þá fannst mér kjóllin hennar mjög sætur og hárið hennar var æði. Fyrir utan förðunina var þetta mjög heilsteypt og flott lúkk sem hún bar mjög vel. Þess má líka geta að hún vann óverðskulduðustu verðlaun hátíðarinnar fyrir gestahlutverk sitt í einum lélegasta Friends þætti sögunnar.

* Edie Falco fannst mér mjög smekklega klædd og hún bar kjólinn sinn mjög vel. Mér finnst hárgreiðslan kannski aðeins og stíf en gengur samt alveg, sérstaklega fyrir konu á hennar aldri. Hún fær líka nokkra bónuspunkta fyrir að hafa púllað þetta lúkk því hún er venjulega mjöööög ósmekkleg.

* Patricia Heaton fannst mér eiginlega sigurvegari hátíðarinnar hvað útlitið varðar. Kjóllinn alveg geggjaður og tummytuckið og boob-jobið hafa greinilega verið totally worth it! Hárið á henni og förðunin pössuðu líka mjög vel við þetta og sem heildarlúkk er þetta sigurvegari hátíðarinnar að mínu mati. Einfalt og frjálslegt!

* Ég á ekki mynd af Courteney Thorne-Smith en hún fannst mér vera mjög flott. Reyndar skemmir aðeins fyrir að ég er persónulega ekki mjög hrifin af svona up-doo greiðslum en hún púllaði þetta allt mjög vel. Fær líka nokkra punkta fyrir að viðurkenna að það hafi nú ekki verið neitt grín að komast í kjólinn.

*Allison Janney finnst mér alltaf jafn flott. Hún er bara svo há og glæsileg og velur alltaf einföld og smekkleg föt. Ekkert svona frilly frill... sem er gott.


Worst Dressed
* Kim Cattrall er að reyna allt allt of mikið að vera eitthvað forty-something sex kitten. Liturinn á kjólnum gerði ekkert fyrir hana og mér fannst hann almennt bara ljótur og trying way to hard.

* Þrátt fyrir að vera í fallegasta kjól hátíðarinnar og vera á öllum best dressed listum verður Sarah Jessica Parker að fara á Worst Dressed listann minn. Var ég sú eina sem tók eftir því að það var 20 sm bil á milli bringunnar á henni og kjólsins?!!! Mér finnst algjört lágmark að passa í kjólinn. Það hefði mátt eyða tveimur tímum í viðbót við þessa 250 sem það tók að gera kjólinn til að sníða hann aðeins til á hana.

* Debra Messing vann næst óverðskulduðustu verðlaun hátíðarinnar (hver þolir neurotic vælukjóann og ofleiknu Grace?) og var í einum ljótasta kjólnum. Hann minnir mig á karamellubréf og svo var hann ekki að gera neitt fyrir hana chest-wise.

* Stockard Channing var alveg off og er ásamt Paula Abdul á öllum worst dressed listunum. Ég efast stórlega að þær hafi haft stílista fyrir hátíðina. Ef svo er hafa þeir framið faglegt sjálfsmorð með því að senda þær svona út úr húsi.

* Cheryl Hines er á flestum best dressed listunum og er einmitt ein ástæða þess að ég sá mig knúna til að leggja orð í belg. Gæti hún verið uppstrílaðri og stífari?!! Ég held ekki. Og omg, hvað kjóllinn er ljótur. Hún er eins og jólatré aumingja konan.

* Joan Rivers, aðal tísku-gúruinn sjálf lendir á flestum worst dressed listum. Held að outfittinu hennar hafi verið best lýst með orðum eins viðmælanda hennar þegar hann sagði "I fell like I´m talking to a tree".

* Cynthia Nixon, á ekki mynd en hugsiði ykkur Miröndu í rústrauðum, leður-balletkjól... nei einmitt, ég hélt ekki.

* Að lokum fá tveir karlmenn, Joe Pantoliano og Robin Williams, sæti á þessum lista. Myndirnar segja allt sem segja þarf.