Baby Shower
Þá er þessi helgi senn á enda. Það hefur helst gerst að ég fór í mitt fyrsta Baby Shower í dag og Nonni er veikur.
Maya nágrannakona hélt semsagt Baby Shower í dag fyrir Lenu (og Gest). Þetta var líka svona ofsalega skemmtilegt að ég held að ég haldi svoleiðis framvegis fyrir óléttar vinkonur mínar (stelpur, drífa sig). Það var lunch og svo ísskaka á eftir og svo var farið í leiki og gjafirnar opnaðar. Ég vann m.a.s. verðlaun fyrir að gera besta baby-outfittið með klósettpappír á fullorðinn karlmann með bleyju og öllu. Flottasta gjöfin var að sjálfsögðu frá okkur Nonna en við gáfum þeim Georgia Tech samfellu og tuskuhreyndýr. Vorum reyndar búin að gefa þeim líka ofsalega sætar, skærbleikar flíspeysur í stíl á systurnar. Eins gott að þetta verði stelpa!
Á föstudaginn skelltum við okkur aðeins út á lífið og aumingja Nonni var grunsamlega þreyttur í gær. Við tókum daginn reyndar snemma þar sem Gestur og Nonni ætluðu að spila fótbolta í Piedmont Park klukkan tíu. Við Hulda og Lena fórum á róló á meðan og svo fengum við okkur hádegismat saman. Um kvöldið var búið að plana kanakvöld hjá Gesti og Lenu en eftir að hafa öll gætt okkur á Mangókjúlla a la Bjargey (mmm...) þá var Nonni orðinn svo slappur að við þurftum að drífa okkur heim. Og viti menn, hann var með 39 stiga hita greyið og hefur legið síðan eins og klessa uppi í sófa en er á bataleið.
<< Home