Velkomin Eva litla!
Já, þá er Eva Gestsdóttir komin í heiminn. Hún fæddist reyndar á laugardagsmorgun en ég vildi ekki setja fréttirnar inn fyrr en Gestur og Lena væru búin að hringja í sem flesta.
Aunt Brynja og Uncle "Nonno" (besti vinur Huldu Clöru) fóru að sjálfsögðu upp á spítala á laugardaginn og það er ekki laust við að hún sé lík stóru systur. Gestur III er semsagt mætt á staðinn.
Myndir af stórfjölskyldunni má sjá hér.
Annars fór helgin aðallega í lærdóm en við erum að vinna okkur upp tíma til að geta chillað 24/5 í LA eins og Anna Þ. komst að orði. Það eina sem heldur okkur með viti í þessu lærdómsmaraþoni er draumurinn um hvítvín og Kaliforníustrendur. Þetta verður magnað...
<< Home