Landaleikurinn
Æ, skítt með ferðasöguna frá LA. Þeir sem vilja endilega fá hana gjössovel að hringja í mig og ég skal segja frá öllu sem gerðist :)
Ég hef ákveðið að taka þátt í "Landaleiknum" sem Rebekka og Sasa eru byrjaðar á. Leikurinn er þannig að maður fær eitt stig fyrir hvert land og svo eitt aukastig fyrir hverja heimsálfu. Here are my two cents:
Evrópa
* Ísland - Of kors, besta land í heimi :)
* Svíþjóð - Bjó þar fyrstu sex árin mín, átti geggjaða Erasmus önn þar 23 ára og hef svo farið þangað í nokkrar heimsóknir. Elska Svíþjóð og allt sem sænkst er, þ.m.t. Svía (Íslendingar sem ekki fíla Svía eru bara tapsárir út af handboltanum).
* Danmörk - Stuepigesumarið mikla 1996
* Finnland - Nokkrum sinnum í stuttar ferðir frá Svíþjóð, alveg ágætt land og Finnar fá prik fyrir að geta drukkið Íslendinga undir borðið
* Rússland - Vikuferð þegar ég var sex ára. Man eiginlega bara eftir því hvað mér fannst maturinn vondur, að við þurftum að bursta tennurnar upp úr sódavatni (fullorðnir upp úr vodka) og hvað rússensku stelpurnar voru með fínar slaufur í hárinu.
* Grænland - Dagsferð til Kulusuk. Telst reyndar vera í Ameríku en þar sem það er hluti af Danmörku fær það að vera hér.
* Þýskaland - Fjölskylduferð um suður Þýskaland og svo góð heimsókn til Höllu og Mark, skiptinemavinar míns sem varð eins og bróðir minn í Svíþjóð.
* Tékkland - Við systurnar fórum með pabba í viku. Frábær ferð þar sem pabbi talar málið og er öllum hnútum kunnugur. Gistum hjá alveg stórkostlegri konu í Bed and Breakfast í Prag og fórum svo til Brno að heimsækja vini hans pabba.
* Austurríki - Lærði á seglbretti þar
* Ítalía - Við mæðgurnar áttum þarna góða viku saman. Þarf samt að fara aftur með Nonna í rómó ferð.
* Luxemburg - Eyddi nokkrum klukkustundum þar við bjórdrykkju og reri svo á kanó til Þýskalands með Helle Jone og félögum.
* Frakkland - Ógleymanleg OZ árshátíð og svo skíðaferð með "Idioterne"
* England - Oft, oft, oft til London en hef einnig ferðast aðeins um. Aðallega með fjölskyldunni þegar við keyrðum á bílaleigubíl frá London til Glasgow.
* Skotland - Telst náttúrulega sér. Fór með famelinskí þegar ég var ellefu ára (sjá umfjöllun um England).
* Ísrael - Dagsferð frá Kýpur en telst samt með.
* Kýpur - Sól og sumarylur
* Grikkland - Dagsferð til eyjunnar Kos frá Tyrklandi
* Tyrkland - Útskriftarferð með MH
* Spánn - Ráðstefna í Madrid og svo smá chill á Benidorm.
Asía
* Malasía - Útskriftarferð með verkfræðinni... svaf held ég sjö tíma á heilli viku
* Japan - Djammsídjamm... Æ já, svo sáum við nokkrar verksmiðjur og fræðisetur. Reyndar mjög skemmtilegt. Ef þið eruð ekki búin að sjá Lost in Translation þá skuliði drífa ykkur á þá mynd!
* Taíland - Or somðing lædiss!
Afríka
* Egyptaland - Dagsferð frá Kýpur... Twenty minutes at the Pyramids!
Ameríka
* Kanada - Fékk ferð með Láru að heimsækja föðurfólkið hennar í fermingargjöf. Ekkert lítið gaman.
* Bandaríkin - Land of the free!
Mér telst til að þetta séu 25 lönd og 4 heimsálfur = 29 stig! Reyndar nokkur cheap stig út á dagsferðir en skv. reglunum telst það með. Er nokkuð svindl að telja sér stig á Ísland og Evrópu? Ég áskil mér líka rétt til að bæta við löndum ef ég skyldi muna eftir einhverjum fleiri. Ætti kannski ekki að vera að segja frá því, því það er svo illa heimskt, en ég var sko næstum búin að gleyma USA ;)
<< Home