þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Jæja, þá færist vetur yfir hér í Atlanta. Ekki þar með sagt að sólin skíni ekki og að það sé beint orðið kalt. Hins vegar er orðið nauðsynlegt að fara í eitthvað utanyfir stuttermabolinn áður en farið er út á kvöldin og snemma á morgnana. Ég græt það nú ekki þar sém ég á nýja, röndótta peysu.

Við fórum á alveg yndislega mynd í gær. Love Actually er bresk mynd með alveg stórkostlegum leikarahóp, jólaívafi og segir nokkrar litlar ástarsögur ásamt sögu af útbrunnum poppara sem er að reyna að meika'ða. Mynd sem mig langar að eiga á DVD svo hægt sé að kúra sig uppi í sófa með kakóbolla um jólaleytið og horfa á hana.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home