Hversdags...
Þá eru gestirnir farnir og grámóskulegur hversdagsleikinn tekinn við í orðins fyllstu merkingu. Búið að vera sólbaðsveður allan tíman sem gestirnir voru hérna en nú er rigning og skýjað... snökt.
Annars er nú ýmislegt að gerast og margs að hlakka til. Ekki nema rúmur mánuður í útskrift sem þýðir að það er mánuður eftir af skólanum. Þar sem ég er búin að vera að skemmta gestum í tvær vikur er alveg nóg að gera í bókunum hjá mér. Svo er ég að fara með Lenu og Lauren (sem leigir hjá Mayu nágrannakonu G&L) á Monsters Inc. on Ice í kvöld. Á sunnudaginn er Chris Rock með uppistand í Fox Theatre og við ætlum á það og svo er ég að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara á Singapore Sling á þriðjudaginn. Hmmm... sé núna að það er alveg meira en nóg af skemmtilegum hlutum að gerast.
Þess má líka geta að Hulda Clara er loksins farin að segja Brynja (eða Bía) en hingað til hefur hún ýmist látið sér nægja að benda á mig eða kallað mig bara Nonno líka. Talandi um Kensington Klíkuna, þá fórum við Lára svo illa með þau hjónakornin í kana á mánudaginn að ég held að Gestur sé ennþá að jafna sig. Ótrúlegt hvað þeim gengur illa alltaf hreint í kana...
<< Home