föstudagur, nóvember 07, 2003

Ef það er satt sem Gwyneth Paltrow heldur fram í viðtölum að það hafi veri henni að kenna að hún og Brad Pitt hættu saman þá skil ég ósköp vel að hún sé nett þunglynd. Ímyndið ykkur að vera með Brad Pitt og hafa verið aðilinn sem klúðraði því!!! Svo situr hún uppi með Chris Martin sem er eflaust ágætis grey en stenst engan veginn samanburðinn.

Rósa kom líka með athyglisverða hugleiðingu einu sinni. Ætli Jennifer Aniston geti nokkurn tíman vanist því að vera gift honum? Ætli hún sé ekki alltaf bara "Sjiiii, ég er gift Brad Pitt. Vúhú!".

Ástæðan fyrir því að ég er að velta þessu öllu saman fyrir mér er sú að Anna Þorbjörg fór á Matrix um daginn og á undan var sýnt úr nýjustu mynd Brads, Troy. Þar hleypur hann um á lendarskýlu og hnyklar vöðvana. Ég er einmitt að fara á Matrix á eftir og veit ekki hvort ég hlakka meira til að sjá endinn á Matrix trilogíunni eða Brad fáklæddan.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home