White men can´t play
Ég skellti mér í gærkvöldi á leik með körfuboltaliði skólans og varð vitni af stórum sigri minna manna. Augljóslega voru nánast eingöngu svartir menn inná vellilinum en reyndar fengu nokkrir bleiknefjar að spreyta sig í nokkrar mínútur, en gerðu nú lítið annað en að þvælast fyrir. Einn hvítingjanna var algjör risi, sennilega um 215 cm metrar á hæð, en var lélegasti körfuboltamaður sem ég hef á ævinni séð. Hann hitti ekki einu einasta skoti, boltanum var alltaf stolið ef hann reyndi að dripla og svo gat hann ekki einu sinni gripið boltann í fráköstum. Uppblásin brúða hefði sjálfsagt gert meira gagn á vellinum heldur en hann.
Það er náttúrulega ljótt að gera svona grín að svona einstaklingum, en mér finnst bara magnað hvað svertingjar virðast vera miklu betri en við hvítlituðu í íþróttum - nema náttúrulega í fótbolta og snóker!
<< Home