mánudagur, desember 01, 2003

Ég er búin að uppgötva frábæra bloggsíðu sem ég þori ekki að segja hver er þar sem mér finnst eitthvað perralegt við að lesa síður fólks sem ég þekki ekki neitt. Ég er forvitin að vita hvort einhverjir ókunnugir perrar lesa þessa síðu.

Annars er ég að velta því fyrir mér af hverju ég þarf alltaf að vera á síðustu stundu með allt. Þótt ég hafi nægan tíma er ég alltaf í stresskasti á síðustu stundu að gera allt. Eftir að ég byrjaði með betri helmingnum hefur þetta aðeins skánað og núna á þetta aðallega við um það sem ég er að gera í skólanum. Í dag var ég t.d. til eina mínútu í fjögur að gera verkefni sem átti að skila klukkan fjögur. Svo eyddi ég hálfri helginni í Snake í GSM símanum... hversu sorglegt er það?!! En það er víst enginn fullkominn...

Að lokum, ég var að fá heimaprófið mitt til baka í Statistics og er þar með búin með alla kúrsana sem fara í mastersgráðuna mína... vúhú! Get þá farið að kalla mig "Verkfræðing" opinberlega, get ekki beðið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home