Love the Holidays
Mikið ofsalega er fínt að fá þakkargjörðarfrí. Það er komin almenn jólastemmning hérna sem einkennist af miklum og góðum mat og almennu letilífi hjá okkur en hjá hinum almenna Kana er þetta stærsta verslunarhelgi ársins. Umferðin var svo mikil að aðal mollinu hérna var lokað á tímabili í dag og ekki fleirum hleypt inn. Við höfum hins vegar verið mikið í Kensington höllinni, spilað, borðað og passað litlu prinsessurnar. Ofsalega fínt að hafa smá hátíð núna til að hita upp fyrir jólin og renna sér inn í jólastemmningu og undirbúning. Jólalögin eru komin á fóninn, búið að kveikja á kertum, bara eftir að hita kakó og svo... læra!
<< Home