Flugdólgar
Þá er ég loksins komin heim í jólafrí. Nóg að gera síðustu vikuna við að skemmta pöbbunum, útskrifast og flytja. Það er alveg ótrúlegt hvað við eigum mikið af dóti miðað við að vera búin að búa þarna í eitt og hálft ár. En þetta tókst allt saman og nú er það bara jólachill næstu þrjár vikurnar. Hlakkí hlakk...
Hvað er málið að vilja ekki gera ókunnugu fólki greiða? Við lentum nefnilega í því að sitja ekki saman í flugvélinni á leiðinni heim. Það er, pabbi sat í miðjusæti og í sömu röð sátum við Nonni í gangasæti og miðjusæti hinum megin. Hvað um það, okkur finnst nú sjálfsagt að önnur manneskjan, gangasætið hjá pabba eða gluggasætið hjá okkur, sé til í að skipta um sæti svo að við þrjú getum setið saman. Þegar við spyrjum beygluna í gluggasætinu hvort hún sé ekki til í að taka miðjusætið hinum megin setur hún upp mikinn þjáningarsvip og segir "Well, I guess I could do that... and give up my window seat". Þannig að við segjum bara allt í lagi engar áhyggjur og spyrjum beyglu II sem sat í gangasætinu hvort hún væri til í að skipta. "Nei, ég sit ekki í miðjusætum" segir hún með frekjutón og bendir kræklóttum fingri sínum á 10 ára strák sem sat í gluggasætinu þeim megin og stingur upp á að við biðjum hann um að færa sig. Hvað er það að fara að stilla upp 10 ára barni sem er eitt á ferð upp við vegg?!! Ég er bara alveg hlessa yfir því að lenda á ekki einni, heldur tveimur steikum í einni flugsætaröð.
<< Home