mánudagur, desember 29, 2003

Góðan daginn og gleðileg jól

Lítið heyrst af okkur skötuhjúum yfir hátíðarnar enda verið mjög upptekin við að gera ekki neitt. Ég ætlaði í fyrsta skipti út úr húsi og hreyfa mig eitthvað (er löglega afsökuð með slæma hálsbólgu) í dag en þá vill ekki betur til en svo að það er ekkert ferðaveður úti. Annars hafa jólin verið alveg mögnuð, hæfileg blanda af mat, jólaboðum, skemmtilegu fólki og örlitlu djammi. Framundan er svipaður pakki... sveimérþá ef ég gæti ekki alveg vanist þessu lífi.